Skyndihjálp

Skyndihjálp


Við bjóðum upp á skyndihjálparnámskeið þar sem farið er ítarlega í gegnum fyrstu viðbrögð í neyð, hjartahnoð og notkun á AED hjartastuðtæki. Áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist sjálfstraust til að bregðast rétt við þegar mest á reynir.


Námskeiðin byggja á viðurkenndu kennsluefni frá Rauða krossi Íslands og eru kennd af reyndum leiðbeinendum með mikla þekkingu á bráðatilfellum og neyðarsviðum. Allir sem ljúka námskeiðinu fá skírteini frá Rauða krossinum sem gildir í fjögur ár.


Helstu atriði sem farið er yfir á námskeiðinu:

  • Viðbrögð við slysum og veikindum.
  • Hjartahnoð og notkun AED tækis.
  • Hvernig tryggja má öryggi á vettvangi og kalla eftir aðstoð.


Tímalengd: 4 klst.


Hægt er einnig að óska eftir styttri fræðslu þar sem farið er yfir grunnatriði í skyndihjálp. Þar fá starfsmenn að æfa sig í hjartahnoði og kynnast notkun AED tækis á einfaldan og hagnýtan hátt.

Námskeiðin eru í boði bæði á íslensku og ensku og henta jafnt fyrir vinnustaði, skóla og félagasamtök sem vilja tryggja að starfsfólk eða hópar séu betur undirbúin ef óvænt neyðarástand kemur upp.


Skyndihjálparnámskeið eru því ekki aðeins fjárfesting í þekkingu, heldur einnig í öryggi og velferð allra á vinnustaðnum.

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

Bókaðu skyndihjálp

Skyndihjálp