Vímuefnafræðslan VELDU
fyrir foreldra og forráðamenn
-Árborg-
Markhópur: Fyrir foreldra/forráðamenn ungmenna sem hafa fengið vímuefnafræðsluna VELDU frá Heilsulausnum. Einnig mælum við með því að starfsfólk sem sinnir ungmennunum fylgist með.
Markmið: Fræða foreldra og starfsfólk um það sem ungmennin þeirra fengu fræðslu um. Hvetja foreldra til að taka samtalið um vímuefni, kenna þeim leiðir til að takast á við vímuefnanotkun barna sinna og þekkja einkennin. Einnig að kenna þeim leiðir til að styrkja sjálfsmynd barna sinna sem vernd gegn áhættuhegðun.
Fræðsluform: Rafræn fræðsla með glærum og fyrirlesara.
Fræðarar og höfundar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu úr starfi.
Tímalengd: Um 50 mínútur.
Aðgengi: Fræðslan verður aðgengileg til miðnættis mánudaginn 20. maí 2024.
Til að horfa á fræðsluna, ýtið á myndina hér fyrir ofan. Hægt er að stækka með því að ýta á -merkið niðri í hægra horninu.