Skólafræðsla
Heilsulausnir bjóða upp á forvarnarfræðslu um fjölbreytt málefni tengd heilsu
Allt okkar efni er samið og flutt af hjúkrunarfræðingum með mikla reynslu úr heilbrigðiskerfinu og forvarnastarfi.
Efni fyrirlestranna er unnið úr nýlegum og gagnreyndum heimildum og eru fyrirlestrarnir í stöðugri þróun í takt við nýjustu þekkingu og samfélagsvenjur hverju sinni. Við notumst við áhugahvetjandi samtalstækni til að ýta undir áhuga einstaklingsins á að taka heilbrigðar ákvarðanir í eigin lífi frekar en að vera með boð og bönn. Í öllum okkar fyrirlestrum ræðum við um sjálfsmyndina og kennum leiðir til að byggja hana upp, þar sem sterk og góð sjálfsmynd er talin ein áhrifaríkasta forvörnin gegn allri áhættuhegðun.
Við fræðum á staðnum, í beinu streymi og á rafrænu formi þar sem hægt er stjórna áhorfi innan ákveðins tímaramma.
Við bjóðum upp á fyrirlestra í skólum, félagsmiðstöðvum, íþróttafélögum eða næstum hvar sem er. Flest okkar fræðsluefni getum við aðlagað að aldri.
Við getum aðlagað fræðsluefnin að þörfum skjólstæðinga okkar. Margir velja að sameina fræðsluefni eða fara nánar í eitthvað ákveðið efni innan fræðslunnar eða sleppa einhverju.
Til að auka eftirfylgd og halda umræðunni gangandi bjóðum við upp á fræðslu fyrir foreldra og forráðamenn.
Ýtið hér til að senda fyrirspurn.
Vímuefnafræðslan VELDU
Markhópur: Hentar 7.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum. Sniðið að hverjum aldurshóp.
Markmið: Upplýsa um skaðsemi og ávanabindingu. Styrkja sjálfsmynd.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á þáttöku ungmenna.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu úr starfi.
Tímalengd: 60 mínútur.
Vímuefnafræðslan heitir VELDU sem vísar í að allir eigi val og að það sé mikilvægt að taka ákvörðun um hvaða stefnu við viljum taka í lífinu.
Umsagnir frá starfsfólki skóla:
“Þetta var mjög flott og þörf fræðsla. Glærurnar voru góðar og mér fannst flestir nemendur vera alveg með á nótunum í gegnum fræðsluna.”
“Mjög fróðleg og góð, náði vel til nemenda. Mjög raunsæ og flott fræðsla án þess að fara í hræðsluáróðursgírinn.”
“Vímuefnafræðslan VELDU er upplýsandi, gefandi og mikilvæg fræðsla fyrir börn í grunnskóla. Fræðslan spannar nánast allt sem þarft er að ræða hvað varðar þann flókna veruleika sem við búum í er kemur að alls konar vímuefnum og fleira sem er ekki gott fyrir heilsu barna. Mæli með svo sannarlega með þessari fræðslu í alla skóla landsins.”
Sendu fyrirspurn hér.
Samfélagsmiðlar & skjánotkun
Markhópur: Hentar helst 5.-10. bekk.
Markmið: Stuðla að ábyrgri og öruggri notkun. Efla gagnrýna hugsun. Styrkja sjálfsmynd.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á þáttöku ungmenna.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu úr starfi.
Tímalengd: 45-60 mínútur eða um 1 kennslustund í grunnskóla
Sendu fyrirspurn hér.
Nikótín - er það svo hættulegt?
Markhópur: Hentar 7.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum. Einnig til útgáfa fyrir fullorðna.
Markmið: Fræða ungmenni um skaðsemi nikótínvara. Styrkja sjálfsmynd.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á þáttöku ungmenna.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.
Tímalengd: 60 mínútur eða 1 kennslustund í grunnskóla
Orkudrykkir
Markhópur: Hentar 7.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum.
Markmið: Fræða ungmenni um áhrif orkudrykkja og innihaldsefna þeirra á heilsu, svefn og huga.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á þáttöku ungmenna.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.
Tímalengd: 40 mínútur. Vinsælt er að sameina við annað fræðsluefni.
Sendu fyrirspurn hér.
Ljósabekkir
Markhópur: Hentar unglingastigi grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum.
Markmið: Fræða um áhrif og skaðsemi ljósabekkjanotkunar.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á þáttöku ungmenna.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.
Tímalengd: 40 mínútur.
Svefnheilbrigði
Markhópur: Hentar 4.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum. Einnig til útgáfa fyrir fullorðna.
Markmið: Upplýsa um mikilvægi svefns og tengsl hans við heilbrigði, líkamlegt og andlegt.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á þáttöku ungmenna.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu úr starfi.
Tímalengd: 40-60 mínútur.
Sjálfsmyndin
Markhópur: Hentar 4.-7. bekk. Einnig hægt að aðlaga fyrir eldri hópa.
Markmið: Styrkja sjálfsmynd ungmenna og hvetja þau til að byggja upp jákvæða sjálfsmynd.
Fræðsluform: Glærukynning en lögð er áhersla á umræður. Unnin eru verkefni og kenndar leiðir til að halda áfram að styrkja sjálfsmyndina heima.
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi
Tímalengd: 40-60 mínútur.
Kynheilbrigði
Markhópur: Hentar 8.-10. bekk ásamt framhaldsskólum.
Markmið: Stuðla að heilbrigðu og öruggu kynlífi. Opna umræðuna.
Fræðsluform: Bjóðum upp á tvenns konar fræðsluform:
Umræðufræðsla þar sem hópnum er skipt upp í minni hópa
Hefðbundin glærukynning ásamt umræðum
Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.
Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.
Tímalengd: 60 mínútur.
Foreldrafræðsla
Við hvetjum skóla til að hafa einnig foreldra- og forráðamannafræðslu til þess að upplýsa foreldra og halda umræðunni gangangi
Bæði er hægt að fá fræðslu á staðnum eða rafrænt.
Okkar reynsla hefur sýnt okkur að fleiri horfa á fræðsluna ef hún er rafræn. Við útbúum sér fræðslu fyrir hvert verkefni þar sem gerður er tengill þar sem upplýsingar um fræðsluna koma fram ásamt aðgengi. Á þeim tengli verður svo einnig hægt að horfa á fræðsluna sjálfa í fyrirfram ákveðinn tíma.
Þannig geta foreldrar valið hvenær þeir horfa, geta ýtt á pásu, spólað til baka og jafnvel horft aftur innan þessa tímaramma. Við verðum svo til staðar til að svara öllum spurningum og athugasemdum sem gætu komið upp gegnum tengilinn sjálfann, email eða skilaboð á facebooksíðu Heilsulausna.
Senda fyrirspurn hér.