Responsive Text

Fyrirtækjaþjónusta

Heilsulausnir bjóða upp á fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki, af öllum stærðum, alls staðar á landinu.
Þjónustan er veitt af reyndum hjúkrunarfræðingum.

Ýtið á valmöguleikana hér fyrir neðan til að skoða nánar:

Heilsufarsmælingar

Heilsufarsráðgjöf

Bólusetningar

Fræðsla

Trúnaðarlæknir

Skyndihjálp

Hjúkrunarmóttaka

Sendið okkur endilega fyrirspurn hér.

 
 
 

Heilsufarsmælingar

 

Með mælingum er skimað fyrir algengum heilsufarskvillum á borð við sykursýki og háum blóðþrýstingi.

Að bjóða starfsmönnum upp á heilsueflingu á vinnustað hefur góð áhrif á starfsánægju og getur eflt heilsustefnu viðkomandi fyrirtækis.

Hægt er að fá 10mín og 15mín heilsufarsmælingar.

 Dæmi um mælingar í boði:

  • Blóðþrýstingur og púls

  • Kólesteról (blóðfita)

  • Blóðsykur

  • Einnar leiðslu hjartalínurit

  • Skimun á andlega heilsu

  • Skimun á svefnheilsu

Starfsmenn fá niðurstöður afhentar á heilsufarskorti.

Vinnustaðir geta óskað eftir skýrslu með niðurstöðum mælinga.

 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.

 
 
 

Heilsufarsáðgjöf

 

Hver starfsmaður fær heildræna og einstaklingsmiðaða heilsufarsráðgjöf sem er veitt eftir þörfum einstaklingsins eins og t.d. varðandi:

  • Líkamlega- og andlega líðan

  • Svefnheilbrigði

  • Vímuefnanotkun

  • Almennt heilbrigði

 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.

 
 
 
 

Bólusetningar

Við bjóðum upp á bólusetningar við árlegri inflúensu.



 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.

 
 

Fræðsla

 
 

Heilsulausnir bjóða upp á fræðsluefni sem hentar vel fyrir hádegisfræðslu eða fræðsludaga á vinnustöðum.

Fyrirlestrarnir eru settir upp á skemmtilegan og fræðandi hátt og eru allir fluttir af reyndum hjúkrunarfræðingum.

Í fræðslunni notum við áhugahvetjandi samtalstækni þar sem við ýtum undir áhuga einstaklingsins til að taka ákvarðanir um eigin heilsu frekar en að vera með boð og bönn.

Við getum haldið fyrirlestur á vinnustaðnum eða rafrænt, bæði í beinu streymi eða þannig að starfsfólk geti horft innan ákveðins tímaramma.

Við erum stöðugt að bæta við fræðsluefni okkar og getum sérhannað fræðslu eftir þörfum vinnustaðarins.


Hægt er að fá allt okkar fræðsluefni á íslensku og ensku.

Dæmi um fræðsluefni

  • Lífsstílssjúkdómar og forvarnir gegn þeim

  • Heilsa & vellíðan (svefn, mataræði, streita, andleg- og líkamleg vellíðan, hreyfing o.fl.)

  • Svefn og heilbrigði

  • Hvernig er hægt að lifa lengur

 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.

 
 
 

Trúnaðarlæknir

Heilsulausnir bjóða fyrirtækjum upp á þjónustu trúnaðarlæknis.

 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.

 
 
 

Skyndihjálp

Reynslumikill skyndihjálparkennari með kennsluréttindi frá Rauða Krossinum mætir í fyrirtæki og kennir starfsfólki réttu handtökin.

 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.

 
 
 
 
 

Hjúkrunarmótttaka

Fyrirtæki geta boðið upp á reglulega hjúkrunarmóttöku til að bæta þjónustu við starfsfólk og efla heilsustefnu innan fyrirtækisins.

Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna mæta og bjóða upp á mælingar, ráðgjöf hvað varðar almennt heilbrigði, svefn og líðan.

Við getum aðstoðað starfsfólk með umbúðir, sprautulyf í vöðva, bólusetningar og fleira ásamt leiðsögn um heilbrigðiskerfið.

 

Fáðu tilboð fyrir þinn vinnustað hér.