Við bjóðum upp á foreldrafræðslu fyrir öll okkar fræðsluefni. Bæði er hægt að fá fræðslu á staðnum eða rafrænt. Okkar reynsla hefur sýnt okkur að fleiri horfa á fræðsluna ef hún er rafræn. Við útbúum sér fræðslu fyrir hvert verkefni og það sem okkur finnst virka best varðandi rafræna fræðslu er að bjóða upp á tengil þar sem upplýsingar um fræðsluna kemur fram eins og stutt lýsing á innihaldi, hvenær fræðslan mun opnast og því um líkt. Á þeim tengli verður svo einnig hægt að horfa á fræðsluna í fyrirfram ákveðinn tíma eins og til að mynda 2 sólarhringa.
Þannig geta foreldrar valið hvenær þeir horfa, geta ýtt á pásu, spólað til baka og jafnvel horft aftur innan þessa tímaramma. Við verðum svo til staðar til að svara öllum spurningum og athugasemdum sem gætu komið upp gegnum email eða skilaboð gegnum facebooksíðu okkar.
Nýtt væntanlegt fræðsluefni um ofbeldi og sjálfsmynd