Nikótínfræðsla

 Markhópur: Hentar 7.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum.

Markmið: Fræða ungmenni um skaðsemi nikótínvara. Styrkja sjálfsmynd.

Fræðsluform: Glærukynning en lögð er mikil áhersla á þáttöku ungmenna.

Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.

Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.

Tímalengd: 60 mínútur eða 1 kennslustund í grunnskóla

Það sem er farið yfir er meðal annars:

  • Hvað er nikótín?

  • Í hverju er nikótín?

  • Veip

  • Nikótínpúðar, mest notaða nikótínvara Íslands

  • Hvernig áhrif hafa þessi efni á líkama okkar? Skammtíma- og langtíma áhrif

  • Af hverju er hættulegra að byrja ungur að nota þessi efni?

  • Eru þessi efni ávanabindandi?