Samfélagsmiðlar & skjánotkun 

Markhópur: fyrir 5-10 bekk og menntaskóla

Markmið: stuðla að ábyrgri og öruggri notkun. Efla gagnrýna hugsun. Styrkja sjálfsmynd.

Fræðsluform: Glærukynning en lögð er mikil áhersla á þáttöku ungmenna.

Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.

Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.

Tímalengd: 45-60 mínútur eða um 1 kennslustund í grunnskóla

Dæmi um efni sem farið er yfir í fræðslunni:

  • Förum yfir samfélagsmiðlana. Ræðum kosti og galla

  • Ræðum hvernig hægt sé að nota miðlana á skynsaman og öruggan hátt

  • Hvernig nýtum við miðlana til góðs

  • Hvernig drögum við úr óhóflegri notkun

  • Förum yfir nýjustu rannsóknir á samfélagsmiðlum og áhrif mikillar skjánoktunar

  • Skoðum áhrif skjánotkunar á hreyfingu og svefn

  • Ræðum neteinelti

  • Ræðum um sjálfsmynd, líkamsímynd og sjálfstraust. Hvernig höfum við áhrif á þessa hluti?

  • Hvernig drögum við úr neikvæðum hugsunum?

  • Mikilvægi þess að styrkja sjálfsmyndina og finna styrkleikana sýna

  • Ræðum styrkleika og setjum nokkra niður á blað.