Samfélagsmiðlar og skjánotkun  

Markhópur: Fyrir foreldra/forráðamenn ungmenna sem hafa fengið fræðslu frá Heilsulausnum um samfélagsmiðla og skjánotkun. Einnig hvetjum við starfsfólk sem sinnir ungmennunum að fylgjast með.

Markmið: Upplýsa foreldra og starfsfólk um það sem börnin þeirra höfðu fengið fræðslu um. Hvetja foreldra til að opna samtalið við börnin sín um ábyrga notkun samfélagsmiðla og skjátæki.

Einnig að kenna þeim leiðir til að styrkja sjálfsmynd barna sinna sem vernd gegn áhættuhegðun.

Fræðsluform: Glærukynning. Bæði er hægt að fá fræðsluna á staðnum og rafrænt.

Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.

Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.

Tímalengd: Um 60 mínútur.

Dæmi um efni sem farið er yfir í fræðslunni:

  • Opnum umræðu um samfélagsmiðla og skjánotkun

  • Ræðum kosti og galla

  • Förum yfir nýlegar rannsóknir er snúa að unglingum og áhrifum þessara miðla

    • Ræðum sérstaklega atriði er varða svefn og hreyfingu ungmenna

    • Kvíða og þunglyndi í tengslum við aukna skjánotkun

  • Ræðum um neteinelti

  • Hvernig á að setja mörk varðandi skjánotkun?

  • Hvernig ræðum við hætturnar? Nafnlaus öpp, klám o.fl.

  • Hvað er til ráða ef barn er með fíkn í samfélagsmiðla eða í símann yfir höfuð?

  • Hvernir á að sýna fordæmi, vera fyrirmyndir

  • Góð ráð til þess að draga úr símanotkun 

  • Ráð til að efla jákvæða sjálfsmynd unglinga