Svefn og heilbrigði

 Markhópur: Hentar 4.-10. bekk í grunnskóla eða félagsmiðstöð ásamt framhaldsskólum.

Markmið: Upplýsa ungmenni um mikilvægi svefns og tengsl hans við heilbrigði.

Fræðsluform: Glærukynning en lögð er mikil áhersla á þáttöku ungmenna.

Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.

Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.

Tímalengd: 60 mínútur eða 1 kennslustund í grunnskóla

Dæmi um efni fræðslunnar:

  • Hvað eiga ungmenni að sofa lengi?

  • Hvað hefur góð áhrif á svefninn?

  • Hvað hefur neikvæð áhrif á svefninn?

  • Hvað græðum við á því að sofa vel?

  • Hvaða áhrif hafa slæmar svefnvenjur á líf okkar og heilbrigði?

  • Kennum þeim leiðir til að tileinka sér betri svefnvenjur til frambúðar