Vímuefnafræðslan VELDU fyrir foreldra

Markhópur: Fyrir foreldra/forráðamenn ungmenna sem hafa fengið vímuefnafræðsluna VELDU frá Heilsulausnum. Einnig mælum við með því að starfsmenn sem sinna ungmennunum fylgist líka með.

Markmið: Fræða foreldra og starfsfólk um það sem ungmennin þeirra höfðu fengið fræðslu um. Hvetja foreldra til að taka samtalið um vímuefni, kenna þeim leiðir til að takast á við vímuefnanotkun barna sinna og þekkja merkin. Einnig að kenna þeim leiðir til að styrkja sjálfsmynd barna sinna sem vernd gegn áhættuhegðun.

Fræðsluform: Glærukynning. Bæði er hægt að fá fræðsluna á staðnum og rafrænt.

Fræðarar: Hjúkrunarfræðingar semja allt efni og sinna allri fræðslu.

Fræðsluefni: Allt fræðsluefnið er byggt á gagnreyndum og nýlegum heimildum, ásamt reynslu okkar úr starfi.

Tímalengd: Um 60 mínútur.

Í fræðslunni er meðal annars farið yfir:

  • Helstu vímugjafar

  • Vernandi- og áhættuþætti fíknar

  • Einkenni þess að vera undir áhrifum

  • Fíkn sem sjúkdómur og áhrif á heilastarfsemi

  • Hættan við að byrja ungur

  • Hvað hefðu foreldrar barna í neyslu viljað vita fyrr?

  • Hvar er hægt að fá aðstoð með ungmenni í vanda

  • Skoðum sjálfsmyndina og áhrif á fíkn

  • Ráð til að efla jákvæða sjálfsmynd unglinga