Helstu fræðsluefni Heilsulausna

Heilsulausnir bjóða upp á forvarnarfræðslu um fjölbreytt málefni sem er allt flutt og samið af okkur. Allt efni fyrirlestrana er unnið upp úr nýlegum og gagnreyndum heimildum og er það alltaf í stöðugri þróun í takt við nýjustu þekkingu hverju sinni.

Við notumst við áhugahvetjandi samtalstækni til að ýta undir áhuga einstaklingsins á að taka heilbrigðar ákvarðanir í eigin lífi frekar en að vera með boð og bönn. Við ræðum einnig alltaf um sjálfsmyndina og kennum leiðir til að byggja hana upp þar sem sterk og góð sjálfsmynd er talin ein áhrifaríkasta forvörnin gegn allri áhættuhegðun.

Hjúkrunarfræðingar Heilsulausna hafa farið víðsvegar um landið og frætt allskonar hópa um hin ýmsi fræðsluefni. Hægt er að panta fræðslu hjá okkur í eigin persónu, í beinu streymi og á rafrænu formi þar sem hægt er stjórna áhorfi innan ákveðins tímaramma. Við bjóðum upp á fyrirlestra í skólum, félagsmiðstöðvum, íþróttafélögum eða hvar sem er. Flest okkar fræðsluefni getum við aðlagað að nær hvaða aldri sem er.

Við getum aðlagað fræðsluefnin að þörfum skjólstæðinga okkar. Margir velja að sameina fræðsluefni eins og til að mynda samfélagsmiðlar, skjánotkun og svefn eða nikótínfræðsla þar sem einnig er farið yfir orkudrykki. Einnig er hægt að biðja um að fara nánar í eitthvað ákveðið efni innan fræðslunnar eða sleppa einhverju.

Til að auka eftirfylgd og halda umræðunni gangandi bjóðum við upp á foreldrafræðslu og fræðslu fyrir starfsfólk sem annast ungmennin.

Ný fræðsla væntanleg um ofbeldi og sjálfsmynd og ljósabekkjanotkun

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið panta fræðslu.

Ýtið hér til að senda póst.